Helg jólahátíð stendur nú yfir og er hún, þetta árið, í styttra lagi fyrir hinn vinnandi mann. Snjórinn lýsir aðeins upp fyrir okkur hina stuttu daga og setur svip á hátíðarnar, þó færðin sé slæm bæði fyrir sjálfrennireiðar og lúnar fætur.
Framundan eru áramótin. Á áramótum lítum við gjarnan um öxl og setum stefnuna inn í nýja árið. Mannanna tímar eru ávallt bland gleði og sorgar og fáum við hér í mannheimi tækifæri til að upplifa þær tilfinningar sem litróf lífsins býður okkur upp á.
En nú á helgum jólum, með áramótin handan hornsins biðjum við að stundir gleði og vaxtar verði reynsla sem flestra hér í Eyjum á komandi ári. Með þakklæti fyrir árið sem er að líða.
Gleðilega jólahátíð og farsælt komandi ár.
Í Guðs friði,
Sr. Þorvaldur Víðisson
Skráningar í Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar í nóvember voru eftirfarandi:
Skírnir voru þrjár í nóvember.
- Andrés Marel, sonur Sigríðar Láru Andrésdóttur og Sigurðar Smára Benónýssonar, var skírður í heimahúsi þann 14. nóvember. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum 30. október 2004.
- Sigurður, sonur Þórdísar Sigurðardóttur og Hjalta Jóhannessonar, var skírður í Landakirkju þann 14. nóvember. Hann er fæddur í Reykjavík 16. október 2004.
- Ragnheiður Rós, dóttir Auðar Ásgeirsdóttur og Gunnars Ingólfs Gíslasonar, var skírð í heimahúsi þann 19. nóvember. Hún er fædd í Vestmannaeyjum 31. ágúst 2004.
Hjónavígsla var ein.
- Berglind Daníelsdóttir og Óskar Bjarni Birgisson gengu í heilagt hjónaband í Landakirkju þann 13. nóvember síðastliðinn. Hjónin eru til heimilis að Foldahrauni 42e hér í Vestmannaeyjum.
Andlát skráð í Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar var eitt.
- Ása Bergmundsdóttir, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fyrsta sunnudag í aðventu, þann 28. nóvember. Útförin fór fram 4. desember frá Landakirkju. Ása var fædd í Vestmannaeyjum 2. maí 1926.