Kvennakór Háskóla Íslands kemur í messuheimsókn í Landakirkju sunnudaginn 5. maí kl. 11. Strax eftir hádegi, kl. 13.30 verður Kvennakórinn með tónleika í Safnaðarheimilinu. Stjórnandi Kvennakórs Háskólans er Margrét Bóasdóttir. Í messunni syngur kórinn ein fjögur lög og tekur þátt í messunni á allan hátt. Munu þær syngja niðri í kirkjunni meðan Kór Landakirkju leiðir sönginn og svörin af pöllunum undir stjórn Kitty Kovács, organista okkar. Allir eru velkomnir og hvattir til að koma á báða viðburðina, en athugið að safnað er í ferðasjóð kórsins á tónleiknum, kr. 1.500,- fyrir hvern fullorðinn, en frítt er fyrir börn.
Messuheimsókn og tónleikar Kvennakórs Háskóla Íslands
Landakirkja2013-06-11T13:47:30+00:00 4. maí 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messuheimsókn og tónleikar Kvennakórs Háskóla Íslands