Sunnudagurinn hefst með barnaguðsþjónustu kl. 11:00 og verður að mestu með hefðbundunum hætti en eitt nýtt sóknarbarn verður fært til skírnar. Fermingabörn sjá um brúðuleikrit og söngurinn og biblíusagan verða á sínum stað. Umsjón verður í höndum sr. Guðmundar Arnar Jónssonar og barnafræðara.
Sunnudagsmessan er einnig á sínum stað kl 14:00. Gengið verður til altaris og munu fermingabörn lesa úr Heilagri Ritningu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács organista og Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar.
Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum mun svo halda vikulegan fund sinn kl. 20:00. Helgistund hefst á slaginu 20:00 og að henni lokinni verður farið í Samlokuleikinn margfræga.