Þrettándinn verður snemma í ár og messum við í Stafkirkjunni sunnudaginn 5. janúar kl. 13. Hljóðfæraleikurinn er í höndum Eggerts Björgvinssonar, Jónu Þórdísar Eggertsdóttur og Guðnýjar Charlottu Harðardóttur. Prestur er sr. Kristján Björnsson. Athöfnin er einföld að formi og byggir á almennum sálmasöng, stuttri hugvekju og altarisgöngu. Þrettándamessan er liður í þrettándagleði helgarinnar og um að gera að mæta líka til kirkju hvort sem við mætum í sparifötum, göngufötum eða lopapeysunni – allt er viðeigandi.
Áhersla verður lögð á kóngana þrjá eða öllu heldur helgisagnirnar um vitringana. Þessi messudagur er gjarnan kallaður þriggja kónga messa í nágrannalöndum okkar og gæti því allt eins kallast „Kóngamessa“ þótt hún sé kölluð „Tröllamessa“ í dagskránni.
Barnaguðsþjónusta í Landakirkju verður næst sunnudaginn 12. janúar kl. 11 og messa kl. 14, en enginn guðsþjónusta er í Landakirkju þann 5. jan.