Nk sunnudag, 26. janúar verður að vanda barnaguðsþjónusta kl. 11:00 undir dyggri stjórn sr. Guðmundar Arnar Jónssonar. Með honum verður Jarl Sigurgeirsson sem sér um tónlistina. Lofað er miklu fjöri.
Messan kl. 14:00 verður svo tileinkuð því að 41 ár er liðið frá upphafi jarðelda á Heimaey og björgun heimafólks. Sóknarnefndarfólk mun lesa upp úr Heilagri ritningu og eftir messu er boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu. Aðalfundur Ofanleitissóknar og aðalfundur Kirkjugarðs Vestmannaeyja eru svo á dagskrá strax eftir messuna samhliða kaffisamsætinu, auk kynningar á úttekt á Landakirkju og breytingum í framtíðinni.
Kl. 20:00 er svo æskulýðsfundur hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM & K í Vestmannaeyjum. Ungleiðtogar félagsins munu sjá um stundina.