Sunnudagurinn nk. 2. febrúar verður með hefðbundnu móti í Landakirkju. Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11:00. Þar sjá fermingabörn um brúðuleikrit og sr. Guðmundursegir sögu ásamt því að leiða söng með Gísla Stefánssyni æskulýðsfulltrúa. Lofað er mikilli skemmtun.
Kl. 14:00 er messað eins og vanalega en sr. Guðmundur þjónar fyrir altari og Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kováks.
Kl. 20:00 er svo æskulýðsfundur hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM & K í Vestmannaeyjum undir stjórn Gísla Stefánssonar æskulýðsfulltrúa. Rykinu verður dustað af eggjaleikjunum í þetta skiptið.