Sunnudagurinn nk. er með hinu hefðbundnasta móti í Landakirkju. Hefst hann kl. 11:00 með barnaguðsþjónustu leiddri af sr. Guðmundi Erni Jónssyni og Jarli Sigurgeirsyni sem sér um tónlistina. Fermingarbörn sjá um brúðuleikrit að vanda.
Kl. 14:00 messar svo sr. Guðmundur en um sálmasöng sér Kór Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács. Fermingarbörn lesa upp úr Heilagri ritningu.
Æskulýðsfundur hjá Æskulýðsfélaginu er kl. 20:00 að vanda en farið verður yfir nýafstaðna ferð félagsins í Vatnaskóg. Helgistund og ruglaðir boltaleikir.