Fermingarbörn vorsins skemmtu sér á velheppnuðu fermingar móti sl. föstudag, þann 28. febrúar. Mótstjórar voru Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi kirkjunnar og Hreiðar Örn Zoega Stefánsson framkvæmdastjóri kirknanna í Mosfellsbæ og æskulýðsfrömuður. Margt skemmtileg var brallað. Í samkurli við fræðslu um kristni og líf með Jesú voru sagðir brandarar, leikið leikrit, sungnir söngvar, gerð skoðana könnum meðal bæjarbúa, borðaðir snúðar og pizzur og marg fleira. Um kvöldið var foreldrum svo boðið að vera með í kvöldvöku og helgistund. Ekki mátti annað sjá en unglinga með bros á vör sem gengu út í vorstilluna eftir góðan og gæfuríkan dag.
Gott fermingarmót að baki
Gísli Stefánsson2014-03-02T22:31:38+00:00 2. mars 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Gott fermingarmót að baki