Nú á laugardag 5. apríl og sunnudag 6. apríl munu fyrstu fermingabörn þessa vetrar stíga fram og gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Þetta er eins og flestir vita stór áfangi í lífi hvers einstaklings og því er spenningur í mannskapnum. Hefjast fermingarmessurnar kl. 11:00 og marka þær upphaf sumartíma messna í Landakirkju. Báðir prestarnir, þeir sr. Kristján Björnsson og sr. Guðmundur Örn Jónsson munu þjóna báða dagana og mun kór Landakirkju leiða sálmasöng líkt og endranær undir stjórn organistans Kitty Kovács.
Messan á sunnudag er einnig almenn safnaðarmessa og eru því allir velkomnir. Á meðan á þeirri messu stendur er barnasamvera í safnaðarheimilinu og er bönum sem eru í messunni frjálst að reika á milli.