Þannig hefst skírdagssálmur Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Melgerði og við ætlum að syngja hann í kvöldmessu skírdags sem hefst kl. 20. Prédikun er í styttra lagi en lögð er áhersla á helgihald sem kallast afskrýðing altarisins. Það fer fram í lok messunnar þegar sóknarnefndin ber burt altarisgripi, skrúða og áhöld, og afskrýðir prestinn, en að því búnu er altarið sveipað svörtu líni. Á altarið er lagðar fimm rósir til minningar um sár Krists á krossinum og messan endar í þögn eftir að öll ljósin hafa verið slökkt.
Á skírdagskvöld ég kem til þín …
Sr. Kristján Björnsson2014-04-17T09:34:23+00:00 17. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Á skírdagskvöld ég kem til þín …