Þriðjudaginn 3.nóvember kl. 17.00 – 19.00, munu fermingarbörn í Landakirkju ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs Kirkjunnar. Hér er um hina árlegu söfnun fermingarbarna að ræða. Fyrir söfnunina hafa fermingarbörnin fengið fræðslu um verkefnið, sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda.
Það er ágætt að hafa í huga að það er grundvallaratriði í krstinni trú að hugsa vel um náungann. Allir eiga rétt á því að fá grunnþörfum sínum um að eiga heimili, mat, föt og menntun fullnægt. Það má enginn taka svo mikið fyrir sig, jafnvel þótt hann hafi efni á því, ef einhver annar hefur ekki nóg. Það er einmitt ástæðan fyrir því að fermingarbörn gefa af tíma sínum í þessa söfnun.
Við hvetjum bæjarbúa til þess að taka vel á móti fermingarbörnum, sem hafa ávallt staðið sig vel og safnað drjúgum upphæðum í þessu verkefni sem hefur komið sér vel fyrir svæði þar sem vatnsskortur er viðvarandi vandamál.