Alls 8 fermingarbörn verða fermd á sunnudag í Landakirkju í fyrstu fermingarmessunni þetta árið. Prestarnir okkar, þau Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Sr. Úrsúla Árnadóttir leiða stundina og þjóna til altaris. Kór Landakirkju syngur svo sálma undir stjórn organistans Kitty Kovács.
Fermingarnar eru vorboðinn í kirkjunni og því rétt að fara að setja sig í stellingar fyrir innreið vorsins. Það speglast við þann atburð í sögu kristninnar þegar Jesú reið á asna inn í Jerúsalem. Það var upphafið að hinu nýja upphafi, upprisunni sem við minnumst á páskum.
Á sama tíma verður sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar þar sem sungið verður, trallað og hlustað á sögu. Þau börn sem koma í fermingarmessuna er svo velkomið að rölta á milli sunnudagaskólans og messunnar. Allt verður eins og vanalega á léttu nótunum hjá okkur.