Verkefni KFUM og KFUK á Ísland, Jól í skókassa er farið af stað og er lokaskiladagur föstudagurinn 4. nóvember nk. Eins og áður er jólagjöfum í skókössum safnað saman og fer stærðar hópur sjálfboða á vegum félagsins til Úkraínu með afraksturinn og afhendir munaðarlausum og fátækum börnum þar í landi.
Nálgast má skókassa í Axel Ó og Eyjavík en athugið að magnið er takmarkað. Móttaka skókassanna er í Landakirkju og er hún að jafnaði opin frá kl. 9:00 til 15:00 virka daga. Þess má geta að ef að sá tími hentar ekki er Eimskip samstarfsaðili verkefnisins og því má einnig skila skókössum á móttöku Flytjanda við Friðarhöfn. Allar helstu upplýsingar um verkefnið, hvernig á að ganga frá skókössum og hvað má fara í þá og hvað ekki er að finna á heimasíðu verkefnisins, http://kfum.is/skokassar/
Tengiliður verkefnisins í Vestmannaeyjum er Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi Landakirkju og starfsmaður KFUM og KFUK á Íslandi. gisli(hjá)landakirkja.is / 8495754