Á sunnudaginn nk. kl. 11.00 fer árleg Vorhátíð Landakirkju fram. Hátíðin hefst á fjölskyldumessu þar sem sunnudagaskólinn og hefðbundar guðsþjónustur mætast í söng og boðun. Gísli og Jarl verða á staðnum með gítarana og Kór Landakirkju syngur sálma undir stjórn organistans Kitty Kovács. Þeir sr. Guðmundur og sr. Viðar verða svo á sínum stað.
Að lokinni messu er öllum boð út á kirkjulóð í leiki, fjör og grillaðar pulsur en sem sóknarnefndin mun framreiða með stæl. Aldrei að vita hvort breytingar verði á matseðlinum þetta árið, en okkar norðlenski sóknarprestur sr. Guðmundur gæti briddað upp á rauðkáli, grænum baunum og kokteilsósu til viðbótar við heldur eðlilegra meðlæti.