Næsta sunnudag, 28. maí kl. 11:00, verður fjölmenningarsamvera í
Landakirkju í stað hefðbundinnar guðsþjónustu. Er þetta í fyrsta skipti
sem slík samvera er haldin í kirkjunni og má segja að um alþjóðlega
hátíð sé að ræða þar sem fjölbreytileika þjóðanna er fagnað.
Samveran hefst í kirkjunni þar sem ritningarlestrar verða lesnir á
nokkrum tungumálum og tónlistin verður einnig héðan og þaðan. Að henni
lokinni heldur fjörið áfram í safnaðarheimilinu þar sem boðið verður upp
á eitt og annað sem tengist fulltrúum hinna fjölmörgu þjóða sem búa hér
í Vestmannaeyjum.
Margir aðilar koma að samverunni; Landakirkja, Rauði krossinn í
Vestmannaeyjum, Drífandi stéttarfélag, Grunnskóli Vestmannaeyja, Viska,
Bókasafn Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabær og ýmsir einstaklingar frá
ólíkum þjóðum sem búsettir eru í Vestmannaeyjum.
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir