Sunnudaginn 23.júní verður minningar- og fræðslumessa í Landakirkju. Messan hefst í Landakirkju klukkan 11.00, þaðan verður gengið í kirkjugarðinn, þar sem stoppað verður við nokkur leiði og mun Arnar Sigurmundsson fræða okkur svolítið um þá einstaklinga sem þar hvíla. Reiknað er með að þessari helgigöngu ljúki um klukkan 12.
Þessi stund er helguð minningu allra þeirra sem átt hafa þátt í að gera Vestmannaeyjar að því samfélagi sem það er í dag. Hér er því um að ræða sambland af sögu Vestmannaeyja, örlögum þeirra sem Eyjuna hafa byggt og voninni sem trúin hefur fært íbúum Vestmannaeyja í gegnum árin og mun áfram gera.
Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og sr. Guðmundur Örn þjónar.