Fram að jólum verður starfandi sorgarhópur á vegum Landakirkju en nokkuð er síðan slíkur hópur var í kirkjunni. Tilgangur hópsins er að hafa vettvang til tjáningar á sorginni ásamt því að veita fræðslu um sorgina og hennar mörgu andlit.
Opinn kynningarfundur um sorgarhópinn og starf hans verður í kennslustofu safnaðarheimilis Landakirkju þann 3. október kl. 18:30. Vera Björk Einarsdóttir og sr. Viðar Stefánsson munu leiða starf hópsins í vetur og sjá um fræðsluna.
Allir syrgjendur eru hjartanlega velkomnir á opna kynningarfundinn, (hver svo sem sorgin er eða hvers eðlis.)