Eagles messunni sem átti að vera nk. sunnudag, 15. mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna Covid-19 veirunnar.
Þeir sjálfboðaliðar sem taka þátt í starfi kirkjunnar eru okkur gríðarlega mikilvægir og nauðsynlegt að þeir finni til öryggis og vellíðan þegar þeir gefa vinnu sína. Þá er einnig vert að benda á að óþarfi er að stefna saman einstaklingum í jafn miklum mæli og tónlistarmessurnar hafa gert í gegnum tíðina á meðan Covid-19 faraldurinn er á þeim stað sem hann er.
Aðrir dagskrárliðir svo sem hefðbundnar messur, sunnudagaskóli, barna- og unglingastarf, fermingar og aðrir reglulegir viðburðir eru enn á dagskrá eins lengi og ekki liggur fyrir samkomubann.
Við hvetjum alla til að halda áfram að fylgja leiðbeiningum almannavarna, landlæknis og sóttvarnarlæknis í sóttvörnum.
Eagles messan kemst svo aftur á dagskrá síðar.