Í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda við heimsfaraldrinum, sem miðast við 20 manna samkomutakmörk, þurfum við enn á ný að laga starfsemi kirkjunnar að þeirri stöðu sem uppi er í samfélaginu.
- Barna- og æskulýðsstarf barna sem fædd eru 2005 og síðar heldur áfram, að teknu tilliti til allra sóttvarnarreglna sem í gildi eru.
- Allt opið helgihald í Landakirkju fellur niður í október. Þetta á við sunnudagaskólann kl. 11.00 og sunnudags guðsþjónustur kl. 14.00.
- Almennar kóræfingar falla niður í október.
- Eldriborgarastarf fellur niður, þ.m.t. helgihald á Hraunbúðum.
- Allir fundir, ráðstefnur og samverur í safnaðarheimilinu falla niður.
- Við skírnir og hjónavígslur gildir 20 manna fjöldatakmörkun.
- Við útfarir gildir 50 manna fjöldatakmörkun. Safnaðarheimilið mun ekki verða tiltækt fyrir erfidrykkjur eða aðrar samkomur.
Þessar ráðstafanir verða svo endurskoðaðar í samræmi við aðstæður og ákvarðanir stjórnvalda og Þjóðkirkjunnar í þessum efnum.