Öll þekkjum við einhverja sem hafa þurft að takast á við krabbamein, ef við höfum ekki sjálf þurft að glíma við það.
Sunnudaginn 23.október verður „bleik messa“ í Landakirkju kl. 13.00. Félagar úr Krabbavörn í Vestmannaeyjum munu taka virkan þátt í messunni, kynna starfið og segja frá hinum ýmsu hliðum Krabbavarnar ásamt því að við fáum reynslusögu aðstandenda.
Í messunni gefst kirkjugestum tækifæri til að tendra ljós fyrir þau sem eiga í baráttu við krabbamein, þau sem hafa átt í baráttu og náð bata og eins fyrir þau sem hafa þurft að lúta í gras fyrir sjúkdómnum.