Jólin verða með hefðbundnu sniði í Landakirkju utan smávægilegra breytinga um áramót. Dagskráin hefst á aðfangadag með bænastund í kirkjugarðinum kl. 14:00, aftamsöngur er svo kl 18:oo og miðnæturmessa kl. 23:30. Lúðrasveitin blæs svo inn jólin á jóladag í Guðsþjónustu sem hefst kl. 14:00, Lúðrasveitin hefur leik kl. 13.30. Annan í jólum fer Hátíðarguðsþjónusta fram á Hraunbúðum kl. 14:00.

Jólaball Landakirkju verður svo haldið í safnaðarheimilinu 29. desember kl. 16 þar sem lofað er ljúfum tónum og góðgæti. Frítt inn.

Ekki verður messað á nýjarsdag þetta árið. Þess í stað verður sett meira púður í áramótamessu á gamlárskvöld en þá mun Óskar Jósúason predika. Tríó Þóris Ólafssonar leikur svo listir sýnar í Þrettándamessu í Stafkirkjunni kl. 13 sunnudaginn 8. janúar.

Aðfangadagur
Kl. 14. Bænastund í kirkjugarði
Kl. 18. Aftansöngur
Kl. 23:30. Miðnæturmessa

Jóladagur
Kl. 14 Hátíðarguðsþjónusta. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur jólalög fyrir guðsþjónustuna kl. 13:30

Annar í jólum
Kl. 14 Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum

Fimmtudagur 29. desember
Kl. 16 Jólaball Landakirkju í safnaðarheimilinu

Gamlársdagur
Kl. 18 Áramótamessa. Óskar Jósúason prédikar

Sunnudagur 8. janúar
Kl. 13 Þrettándamessa í Stafkirkjunni. Tríó Þóris Ólafssonar leikur þjóðlög