Í dag var haldin athöfn í Landakirkju, kirkjugarðinum og safnaðarheimilinu í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá upphafi og lokum eldgossins á Heimaey 1973.
Flutt voru blessunarorð og tónlist auk þess var sýnd 10 mínútna upptaka Ríkisútvarpsins frá svokallaðri eldmessu Þorsteins Lúthers Jónssonar sóknarprests í Landakirkju að kvöldi 22. mars 1973.
Að lokinni athöfn var gengið út í kirkjugarð og staldrað við sáluhliðið, en rétt 100 ár eru frá því það var tekið í notkun. Sagt var frá framkvæmdum við fyrsta áfanga stækkunar kirkjugarðsins sem nú er á lokastigi.
Að endingu var haldið í safnaðarheimlið þar sem boðið var upp á kaffi og brugðið upp myndum á tjald þar sem Landakirkja og kirkjugarðurinn komu sérstaklega við sögu.
Óskar Pétur Friðriksson smellti meðfylgjandi myndum í dag.
Frétt tekin af eyjar.net