Siðasta helgistund sumarsins fer fram á sunnudagsmorgun 3. september kl. 11. sr. Guðmundur Örn messar og Kitty Kovács leiðir kórinn.
Næsta sunnudag 10. september hefst svo vetrarstarf kirkjunnar formlega með sunnudagaskóla kl. 11:00 og messu kl. 13:00 en fermingarbörn vetrarins eru boðuð ásamt foreldrum sínum til messunnar. Að lokinni messu munu prestar og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar eiga stuttan fund með fermingarbörnum og foreldrum þeirra þar sem fermingarfræðsla og æskulýðsstarf vetrarins er kynnt.
Í framhaldi hefst allt almennt vetrarstarf í kirkjunni en það verður auglýst frekar síðar.