Undanfarnar vikur og mánuði hafa ýmsir velunnar stutt viðhald og viðbætur í Landakirkju og Kirkjugarði Vestmannaeyja. Skipta þurfti um kross á sáluhliði kirkjugarðsins og tók Skipalyftan að sér að gefa nýjan kross og koma honum fyrir með hjálp Steingríms Svavarssonar, sóknarnefndarmanns. Minningarsjóður Guðmundar Eyjólfssonar og Áslaugar Eyjólfsdóttur styrkti einnig framkvæmdir við lýsingu í garði og á sáluhliði. Þá studdi Skipalyftan kirkjuna við endurbætur á aðstöðu í eldri hluta safnaðarheimilisins með því að gefa málningu til verksins.
Skipt hefur verið um lýsing bæði á kirkjulóð og í kirkjugarði. Vinnslustöðin og Ísfélagið gáfu nýja staura og ljós í kirkjugarð sem var mjög þörf og kostnaðarsöm aðgerð. Geisli gaf lýsingu á kirkjulóð.
Kirkjugarður Vestmannaeyja fékk svo nýlega styrk til yfirstandandi, nauðsynlegra, stækkunarframkvæmda frá Kirkjugarðasjóði Íslands.
Í kirkjunni verður skipt um teppi í forkirkju, kirkjuskipi og kirkjuturni á næstu vikum og til stendur að mála um leið forkirkju og kirkjuturn. Kvenfélag Landakirkju hefur gefið teppið og Hannes dúkari, Skipalyftan og Eyjablikk hafa stutt við framkvæmdirnar dyggilega.
Í flestum þessara framkvæmda hefur sóknarnefndarmaðurinn Steingrímur Svavarsson gefið vinnu og tengt saman styrktaraðila við kirkju og kirkjugarð.
Án góðvildar og stuðnings væru þessar framkvæmdir ekki mögulegar þar sem greiðslur frá ríkinu standa ekki undir eðlilegum viðhaldsframkvæmdum kirkna og kirkjugarða landsins. Sóknarnefnd Landakirkju og starfsfólk kirkjunnar og kirkjugarðsins vilja því koma fram sérstöku þökkum til ofangreindra aðila fyrir stuðninginn.
.