Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjaðir að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum. Slíkt hefur leitt til þess að þau sem eiga erfitt með að ná endum saman hafa getað haldið gleðilegri jól en ella.
Prestar Landakirkju munu taka á móti fólki á skrifstofum sínum, og auðvitað er betra að vera fyrr en seinna á ferðinni, svo úthlutun geti farið sem fyrst fram í desember.
Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem hafa styrkt sjóðinn með framlögum sínum í gegnum tíðina um leið og við óskum Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegrar og kærleiksríkrar aðventu.
Fyrir þá sem vilja styðja styrktarsjóðinn er hægt að milli færa á eftirfarandi reikning:
Bnr. 0133-15-000759
kt. 630321-0340
Guðmundur Örn Jónsson og Viðar Stefánsson prestar í Landakirkju.