Sr. Viðar Stefánsson hefur tekið sér barneignarleyfi út yfirstandandi ár og hefur því verið útveguð afleysing í Landakirkju þar til hann kemur úr fríinu.

Sr. Sunna Dóra Möller hefur fengið það verkefni að leysa af og hlökkum við til að hafa hana með okkur í Landakirkju í haust og fram á vetur.

Sunna Dóra er fædd 1975 og upp­al­in í Árbæj­ar­hverf­inu í Reykja­vík. Hún lauk embætt­is­prófi frá guðfræðideild Há­skóla Íslands í fe­brú­ar 2011 og hef­ur starfað sem prest­ur frá ár­inu 2012, fyrst sem æsku­lýðsprest­ur við Ak­ur­eyr­ar­kirkju, eft­ir að hafa verið æsku­lýðsfull­trúi þar í tvö ár á und­an, og svo við Hjalla­kirkju í Kópa­vogi, sem sam­einaðist síðar Digra­nes­kirkju.