Í tilefni æskulýðsdags þjóðkirkjunnar verður æskulýðsmessa kl. 20 næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.

Um er að ræða hugljúfa og notalega stund þar sem lög úr æskulýðsfélaginu eru sungnir í bland við Guðs orð. Athöfnin er jafnframt undirbúin af æskulýðsfélaginu þar sem Trausti, æskulýðsfulltrúinn okkar, hefur umsjón. Hann flytur hugvekju og annast tónlistarflutning ásamt hljómsveit.

Er athöfnin tilvalin fyrir alla sem hafa komið að æskulýðsstarfi Landakirkju í gegnum tíðina og átt þar uppbyggilegan og skemmtilegan tíma.

Við vekjum athygli á því að messan byrjar klukkan 20. Þann dag verður því ekki messað kl. 13 líkt og venjulega. Sunnudagaskólinn kl. 11 verður þó á sínum stað.

Sjáumst í kirkjunni okkar.