Á meðfylgjandi mynd má sjá páskadagskrá Landakirkju
Skírdagur: Guðsþjónustan á skírdagskvöld endar á svokallaðri Getsemane-stund þar sem altarið er afskrýtt sem táknræn niðurlæging Krists. Skírdagur er frekar tregablandinn í kirkjunni og því litast guðsþjónustan nokkuð af því.
Föstudagurinn langi: Nú í ár er lestur píslarsögunnar í höndum fermingarbarna og þeim sem náðu langt í upplestrarkeppninni.
Góðgerðarsipp: Lesa má meira um góðgerðarsipp sr. Viðars í annarri frétt hér ofar á síðunni og á netmiðlum.
Páskadagur: Undanfarin ár hefur sr. Viðar lagt leið sína í Stórhöfða til að mæta sólarupprásinni sem markar jafnframt upphaf páska. Öllum er að sjálfsögðu velkomið að koma með. Í ár er sólris kl. 5:39 og því æskilegt að mæta örlítið fyrr til að mæta fyrstu geislum sólar. Við vonum að veður og skyggni verði gott.
Kl. 8 er síðan hátíðarguðsþjónusta í Landakirkju þar sem upprisu Krists er fagnað. Sr. Guðmundur Örn þjónar. Morgunverður er í boði sóknarnefndar í safnaðarheimilinu eftir messu.
Kl. 10:30 er síðan hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum þar sem sr. Viðar þjónar.
Í öllum guðsþjónustum syngur Kór Landakirkju og Kitty stjórnar.
Sjáumst í kirkjunni okkar um páskanna. Gleðilega páska!