Á sunnudag verður vorhátíð Landakirkju sem er jafnframt lokasamvera sunnudagaskólans þessa önn en eftir sunnudag færast guðsþjónustur aftur til kl. 11.

Hið margrómaða Sunday School Party Band mun leika listir sínar og aðstoða við hreyfingar í sunnudagaskólalögum. Þá mun Kór Landakirkju einnig syngja við stjórn Kitty organista.

Að messu lokinni verða síðan grillaðar pylsur að hætti hússins og í boði sóknarnefndar.

Sjáumst í kirkjunni okkar í sólskinsskapi á sunnudag.