Gamla árið verður kvatt í Landakirkju með aftansöng kl. 18 á gamlársdag. Nýja árinu verður heilsað með hátíðarguðsþjónustu á nýársdag kl. 14. Kór Landakirkju syngur og er organisti þessi áramót Elínborg Sturludóttir. Einar Jakobsson spilar á trompet í forspili og eftirspili í báðum guðsþjónustunum, m.a. lag eftir Elínborgu.
Sr. Kristján Björnsson þjónar við aftansönginn á gamlársdag og sr. Guðmundur Örn Jónsson við hátíðarguðsþjónustuna á nýársdag.
Landakirkja óskar öllum gleði og friðar á nýju ári og þakkar fyrir samfélagið í kirkjunni á árinu 2014.