Föstumessa verður haldin í Landakirkju sunnudaginn 1. mars kl. 14. Á föstunni er dýrðarsöngurinn ekki sunginn en allt vitnar samt um miskunn Guðs og mildi í söng og lestrum. Barnaguðsþjónustan er kl. 11 árdegis og þar er mikill söngur, leikrit og gleði. Fermingarbörnin aðstoða í báðum guðsþjónustum með lestrum og brúðuleikriti en framlag þeirra hefur verið mikið og gott í allan vetur. Nú eru fermingarbörnin komin það langt í undirbúningi sínum að þau eru byrjuð að ganga til altaris. Kór Landakirkju syngur og er organistinn Kitty Kovács að stjórna því og leika á orgelið. Sr. Kristján Björnsson leiðir helgihaldið þessa helgi. Föstudagurinn 6. mars er alþjóðlegur bænadagur kvenna og verður dagskrá þessa dags auglýst betur hér eftir helgi, en hún byrjar 17.30. Annars er safnaðarstarfið í þessum helstu þáttum næstu daga:
Fimmtudagur 26. febrúar:
Kl. 10. Mömmumorgunn. Samvera foreldra með ungum börnum sínum.
Kl. 11-12. Viðtalstímar presta í Safnaðarheimilinu alla virka daga.
Vaktsími er 488 1508. Sr. Kristján og sr. Guðmundur Örn.
Kl. 15.30. STÁ kirkjustarf 6-8 ára.
Kl. 19.30. OA fundur í Safnaðarheimilinu, uppi.
Kl. 20. Æfing, Kór Landakirkju.
Kl. 20. Opið hús Æskulýðsfélagsins í KFUM&K heimilinu við Vestmannabraut.
Föstudagur 27. febrúar:
Kl. 13. Æfing, Litlir lærisveinar.
Kl. 14.40. Æfing, Stúlknakórinn.
Sunnudagur 1. mars:
Kl. 11. Barnaguðsþjónusta með miklum söng, leikriti, sögu og leik.
Kl. 14. Messa á föstunni með altarisgöngu. Fermingarbörn lesa úr
Ritningunni. Kór Landkirkju. Kitty Kovács. Sr. Kristján Björnsson.
Kl. 20. Æskulýðsfundur í Safnaðarheimilinu. Gísli Stefánsson og
leiðtogarnir.
Mánudagur 2. mars:
Kl. 17. Kirkjustarf fatlaðra.
Kl. 19.30. Tólf spora andlegt ferðalag. Vinir í bata.
Þriðjudagur 3. mars:
Kl. 13 og 14.10. Fermingarfræðsla.
Kl. 15.30. ETT kirkjustarf 11-12 ára.
Kl. 20. Samvera hjá Kvenfélagi Landakirkju. Sólrún Helgadóttir og stjórnin.
Miðvikudagur 4. mars:
Kl. 8. Marita-fræðslan í Safnaðarheimilinu.
Kl. 11. Helgistund á Hraunbúðum.
Kl. 13.45. Fermingarfræðsla.
Kl. 15.30. NTT kirkjustarf 9-10 ára.
Kl. 17.30. Kyrrðarbæn í Safnaðarheimilinu, uppi.
Kl. 20. Aglow-fundur í Safnaðarheimilinu, samvera kvenna allra kirkjudeilda.