Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari og fyrrum prestur og sóknarprestur Landakirkju, þjónar um næstu helgi og messar sunnudaginn 26. júlí kl. 11. Við messuna er skírn og ferming og allir eru hjartanlega velkomnir. Skírnarþeginn kemur frá Danmörku og fermingarbarnið frá Þýskalandi, bæði barnabörn Hugins Sveinbjörnssonar málara. Kirkjan okkar stendur greinilega vel undir nafni sem mótsstaður safnaðarins og vonast prestar, kór, starfsfólk og sóknarnefnd eftir góðri kirkjusókn þennan síðasta sunnudag fyrir þjóðhátíð.
Svo fer að halla í þjóðhátíð og verður síðasti reglulegi viðtalstími fyrir þjóðhátíð mánudaginn 27. júlí kl. 11-12. Við setningu þjóðhátíðar flytur sr. Guðmundur Örn Jónsson, settur sóknarprestur, hugvekju og Kór Landakirkju syngur með Lúðrasveitinni undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar.
Næsta messa eftir þjóðhátíð er sunnudaginn 9. ágúst kl. 11. Vart þarf að taka það fram að ekki er messað sunnudaginn sem hátíðin í Herjólfsdal stendur sem hæst enda hefur helgistundin við setninguna jafnan verið meðal stærstu helgistunda, fjölsótt af prúðbúnu fólki í hátíðarskapi.