Nk. helgi, 19.-21. febrúar fer Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum á Friðriksmót KFUM og KFUK á Íslandi sem haldið er í Vatnaskógi. Rík hefð er fyrir því að Æskulýðsfélagið fari á árleg febrúarmót í Vatnaskógi. Þau mót hafa jafnan verið nefnd Landsmót unglingadeilda en á síðasta ári var sú ákvörðun tekin að horfa frá þeirri nafngift og nefna mótið eftir Sr. Friðriki Friðrikssyni stofnanda KFUM og KFUK félagana á Íslandi.
Í kring um 150 krakkar mæta seinni part föstudagsins 19. febrúar upp í Vatnaskóg borða saman, fara á kvöldvöku, í orrustu í íþróttahúsinu og sækja helgistund. Laugardagurinn er svo aðal mótsdagurinn en þá er betrunarverkefnum mótshaldara framfylgt og endað á balli um kvöldið. Mótinu líkur svo með messu í Hallgrímskirkju í Saurbæ á sunnudag. Alltaf er gott að koma upp í Vatnaskóg og hreinsa huga og sál og tengjast Drottni.