Sunnudagaskólinn hefst með pompi og prakt eftir fínt jólafrí nk. sunnudag þann 8. janúar kl. 11.00. Sr. Guðmundur Örn og Gísli Stefáns keyra fjörið áfram. Bíó, söngur, saga og mikið fjör á boðstólnum.
Messa sunnudagsins verður svo kl. 13:00 í Stafkirkjunni. Sr. Guðmundur Örn þjónar og flytur hugvekju. Þrettándalög fá að hljóma í bland við gamla, nýja og góða sálma.