Árlegur alþjóðlegur bænadagur kvenna fer fram á morgun, föstudag. Konur í Kristi hér í Vestmannaeyjum láta ekki sitt eftir liggja og taka virkan þátt í deginum í ár rétt eins og undanfarin ár.
Mun hópurinn hittast kl. 16:30 á föstudag við Safnahúsið að Ráðhúströð og ganga fylgtu liði upp í Landakirkju en þar verður samverustund kl. 17:15.