Á sunnudaginn 6. maí nk. kl. 11:00 verður sérstök ÍBV messa í Landakirkju. Öllu verður til tjaldað, en hægt verður að berja nýjustu og helstu titla augum sem og að leikmenn úr meistaraflokkum karla og kvenna í handbolta og fótbolta verða á staðnum. Þessa dagana mætast leiktímabil í handbolta of fótbolta en úrslitakeppnin er enn á miklu flugi í handboltanum sem og að fótboltinn er farinn að rúlla á Hásteinsvelli.
Sísí Lára Garðarsdóttir og Grétar Þór Eyþórsson munu sjá um lestur ritningarinnar og sr. Viðar Stefánsson þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju mun syngja létt lög í anda stundarinnar undir dyggri stjórn Kitty Kovács.
Við hvetjum alla ÍBV-ara að skreyta sig í búningum félagsins, merki og litum í messunni og setja þannig sterkan svip á stundina.
Áfram ÍBV!