Eins og allir ættu að vera meðvitaðir um þá verða jólin í ár með allnokkuð öðru sniði en vanalega. Engar jólamessur verða í Landakirkju og engar í kringum áramótin og grípum við því til þess ráðs að senda út upptökur á aftansöng á aðfangadag á heimasíðu Landakirkju www.landakirkja.is og á facebook síðu Landakirkju.
Á slaginu 18.00 á aðfangadag verður sendur út aftansöngur úr Landakirkju og kl. 13.00 á öðrum degi jóla verður jóla helgistund send út.
Á aðfangadag verður kirkjan opin fyrir gesti og gangandi milli kl. 14.00 og 17.00. Þá gefst fólki tækifæri til að koma í kirkjuna sína, kveikja á kerti og hvíla hugann augnablik í rólegheitum.
Hér má sjá aftansönginn
Hér má finna helgistundina á annan í jólum