Sunnudaginn 20. nóvember er minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Af því tilefni verður Guðsþjónusta dagsins í Landakirkju helguð þessu málefni. Fólk er hvatt til að leiða hugann að fórnfúsu og óeigingjörnu starfi viðbragðsaðila og þeirri ábyrgð sem við öll berum í umferðinni. Beðið verður sérstaklega fyrir fórnarlömbum umferðarslysa og við munum hlusta á frásögn fulltrúa viðbragðsaðila í Guðsþjónustunni.
Kór Landakirkju mun syngja undir stjórn Kitty Kovács og að lokinni guðsþjónustu býður Slysavarnardeildin Eykyndill uppá kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu. Guðsþjónustan hefst kl. 13.00.