Annað kvöld kl. 20 verða haldnir tónleikar í safnaðarheimilinu. Þar sameina krafta sína Kitty Kovács sem leikur á píanó og Eszter Regös sem leikur á selló
Kitty organista þekkja allir Eyjamenn en Kitty lærði hjá Eszter um nokkurt skeið og var síðar undirleikari hjá nemendum hennar. Þær ætla að leyfa okkur að njóta endurfunda þeirra með tónleikunum.
Hvetjum við alla til að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara
Aðgangseyrir: 2.000kr (ATH: Enginn posi á staðnum)