Hluti af fermingarundirbúningi er að bregðast að neyð náunga okkar og rétta hjálparhönd. Þess vegna ganga fermingarbörnin í hús og vinna saman að því um allt land að safna fyrir vatnsbrunnum í héraði einu í Úganda. Eldri fermingarbörn kannast líka við þetta verkefni og vita hvað það er brýnt.
Vegna veðurs og fleiri þátta hefur söfnunni verið seinkað. Þau ganga því í hús hér í Eyjum milli kl. 17.30 og 20 mánudagskvöldið 11. nóvember. Þau eru með bauka sem eru merktir verkefninu og Hjálparstarfi kirkjunnar. Vestmannaeyingar eru hvattir til að leggja þessu lið, taka vel á móti fermingarbörnunum og styrkja gott málefni. Upplýsingar eru veittar í síma Landakirkju 488 1500 á sama tíma. Þeir sem eru ekki með pening í baukinn fá upplýsingar um bankareikning þessarar landssöfnunar fermingarbarna.
Nánari upplýsingar fyrir fermingarbörnin og foreldra þeirra eru á undirsíðunni http://www.landakirkja.is/born-og-unglingar/fermingarfraedsla/