Fyrsti sunnudagur í aðventu er stór hátíðisdagur. Þá kveikjum við á spádómakertinu og sækjum kirkju. Barnaguðsþjónusta er kl. 11 með brúðuleikriti, sögu og söng. Hugsanlegt er að þar mæti „sunday school party band“ og leiki hressilega. Messan er kl. 14. Þar lesa Kiwanismenn úr Ritningunni á kirkjudegi sínum, Kór Landakirkju syngur og Kitty Kovács leikur á orgelið. Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. Eftir messuna er heitt súkkulaði og vöfflukaffi Kvenfélagsins sem sagt er frá hér á síðunni.
Föstudaginn 29. nóv. syngja Litlir lærisveinar við tendrun jólatrésins við Stakkagerðistún og þar mætum við öll. Hér á eftir er stutt yfirlit yfir þætti í safnaðarstarfinu næstu daga, en minnt er á jólatónleika Kórs Landakirkju föstudaginn 13. desember og jólatónleika Birkis Högna og félaga til styrktar Æskulýðsfélagi Landakirkju fimmtudaginn 19. des. Tvennir helgileikir eru í kirkjunni, sá fyrri er helgileikur Kirkjustarfs fatlaðra mánudaginn 2. des. og svo er það árlegur helgileikur nemenda í fimmta bekk Grunnskóla Vestmannaeyja í barnaguðsþjónustu sunnudaginn 15. des. kl. 11 þar sem allir eru hjartanlega velkomnir.
Hér eru næstu dagar:
Fimmtudagur 28. nóvember: Kl. 10. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kl. 11-12. Viðtalstímar presta Landakirkju alla virka daga. Vaktsími er 488 1508. Kl. 20. Æfing Kór Landakirkju. Kl. 20. Opið hús í KFUM&K heimilinu við Vestmannabraut. Æskulýðsfélagið. Föstudagur 29. nóvember: Kl. 13.45 og 14.30. Æfing Litlir lærisveinar. Kl. 17. Litlir lærisveinar syngja við ljóstendrun jólatrésins við Stakkagerðistún með Lúðrasveitinni, leikurum og hugvekjufólki. Sunnudagur 1. des., fyrsti sunnud. aðventu, fullveldisdagurinn: Kl. 11. Barnaguðsþjónusta. Spádómakertið tendrað og mikill söngur. Kl. 14. Messa. Kiwanisfélagar lesa úr Ritningunni á kirkjudegi sínum. Kór Landakirkju. Kitty Kovács. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 15. Kaffi- og vöfflusala Kvenfélags Landakirkju með hlutaveltu, happadrætti, kökubasar og tónlistaratriði Litlu lærisveinanna og Kórs Landakirkju. Kvenfélagið afhendir Landakirkju höfðinglega gjöf. Kl. 20. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju. Mánudagur 2. desember: Kl. 15.30. STÁ kirkjustarf 6-8 ára. Kl. 18. Helgileikur kirkjustarfs fatlaðra. Kl. 19.30. Tólf spora andlegt ferðalag. Vinir í bata. Kl. 20. Samverustund Kvenfélags Landakirkju. Þriðjudagur 3. desember: Kl. 12.25 og 13.00. Fermingarfræðsla. Kl. 16.30. ETT kirkjustarf 11-12 ára. Kl. 20. Fundur í Gideon. Miðvikudagur 4. desember: Kl. 11. Helgistund á Hraunbúðum. Kl. 14.25. Fermingarfræðsla. Kl. 17. NTT kirkjustarf 9-10 ára. Kl. 20. AGLOW fundur kvenna í öllum kirkjum.