Núna á fimmtudagskvöld eru jólatónleikar Birkis Högnasonar og félaga til styrktar Æskulýðsfélaginu með kaffi og notalegri stemningu. Barnaguðsþjónustan er á sunnudag og svo hefst jólahelgihaldið með hátíðarguðsþjónustum, aftansöngvum og jólatrésskemmtun. Kór Landakirkju syngur og Kitty Kovács er organisti. Þess má geta að Lúðrasveit Vestm. spilar í hátíðarguðsþjónustunni á jóladag og hefst lúðraspil kl. 13.30. Um áramótin spilar Guðmundur H. Guðjónsson, organisti og stýrir kórnum og Védís Guðmundsdóttir leikur á flautuna. Þá er rétt að minna á bænastundina í Kirkjugarðinum á aðfangadag. Hér er dagskráin í heild:
Fimmtudagur 19. desember:
Kl. 20. Jólatónleikar Birkis Högnasonar og félaga í Safnaðarheimilinu til styrktar Æskulýðsfélagi Landakirkju. Kaffi og notaleg stund.
Sunnudagur 22. desember, 4. sd. í aðventu:
Kl. 11. Barnaguðsþjónusta. Kveikt á englakertinu og mikið sungið. Tekið á móti framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar. Sr. Guðmundur Örn Jónsson og barnafræðararnir.
Aðfangadagur jóla, 24. desember:
Kl. 14. Helgistund í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Sr. Guðmundur Örn Jónsson.
Kl. 18. Aftansöngur með hátíðarsöngvum. Kór Landakirkju. Organisti Kitty Kovács. Sr. Guðmundur Örn Jónsson.
Jólanótt, 24. desember:
Kl. 23.30. Hátíðarguðsþjónusta. Kór Landakirkju. Organisti Kitty Kovács. Sr. Kristján Björnsson.
Jóladagur 25. desember:
Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur frá kl. 13.30. Stjórnandi Jarl Sigurgeirsson. Kór Landakirkju. Kitty Kovács. Sr. Kristján Björnsson.
Annar dagur jóla, 26. desember:
Kl. 11. Barnaguðsþjónusta með miklum hljóðfæraleik og söngvum. Litlir lærisveinar. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, Gísli Stefánsson og barnafræðararnir.
Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju. Kitty Kovács. Sr. Kristján Björnsson.
Kl. 14. Jólahelgistund á Sjúkrahúsinu, dagstofu 2. hæð. Litlir lærisveinar. Gísli Stefánsson. Sr. Guðmundur Örn Jónsson.
Sunnudagurinn 29. desember:
Kl. 15. Jólatrésskemmtun í Safnaðarheimilinu fyrir bæjarbúa og gesti. Kvenfélag Landakirkju gefur súkkulaði og piparkökur. Gengið kringum jólatré og tekið á móti jólasveinum.
Gamlársdagur 31. desember:
Kl. 18. Aftansöngur með hátíðarsöngvum. Flautuleikur Védís Guðmundsdóttir. Kór Landakirkju. Organisti Guðmundur H. Guðjónsson. Sr. Guðmundur Örn Jónsson.
Nýársdagur 1. janúar 2014:
Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta. Kór Landakirkju. Organisti Guðmundur H. Guðjónsson. Sr. Kristján Björnsson.