Nú þegar allir hafa étið á sig gat með rjómabollum og saltkjöti og svo síðast með gotteríinu sem safnað var í poka með söng getur fasta hafist.
Sunnudagurinn í Landakirkju hefst eins og vanalega kl. 11:00 með barnaguðsþjónustu, söng, leikriti, sögu og gleði undir stjórn sr. Guðmundar Jónssonar og Gísla Stefánssonar æskulýðsfulltrúa. Kl. 14:00 er svo föstumessa en hana leiðir sr. Kristján Björnsson og Kór Landakirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Kitty Kovács. Um kvöldið er svo fundur hjá Æskulýðsfélaginu undir stjórn Gísla.