Hvítasunna er ein af stærstu hátíðum kirkjunnar um allar jarðir og nú er hún óvenju seint á ferðinni. Það er komið vel fram á sumar og spáð er hita, sól og blíðu. Rætist spáin færum við guðsþjónustuna út á lóð kirkjunnar eða á stéttina fyrir framan kirkjudyr og hefst hún kl. 11. Um hvítasunnuhelgina eru dagar lita og tóna í Eyjum og guðsþjónustan gæti sannarlega litast af því með björtum tónum sumarsálma. Þátttakendur eru beðnir að klæða sig eftir veðri!!!
Kór Landakirkju syngur og organisti/píanóleikari er Kitty Kovács. Prestur er sr. Kristján Björnsson.