Fermingarbörn og foreldrar þeirra og/eða forráðamenn eru boðuð til fundar í kirkjunni sunnudaginn 7. september um fræðsluna í vetur og undirbúning að fermingunni í vor. Fundurinn hefst með messunni kl. 14 og í beinu framhaldi verður fundur í Safnaðarheimilinu. Fyrir helgi fara prestarnir í 8. bekk og útdeila skráningarblöðum en það er líka hægt að nálgast þau hjá prestunum í Safnaðarheimilinu, best milli kl. 11 og 12 á morgnanna. Prestarnir vilja gjarnan að allir skili inn skráningarblöðunum sem fyrst þótt fólk hafi ekki ákveðið sig með fermingardaginn. Það er alltaf hægt að bæta því við seinna með símtali eða tölvupósti. Það er mikilvægt að fá foreldra, annað eða bæði, á þennan fund vegna nýmæla sem verða kynnt þar og snúa að þeim.
Þessi messa og fundur markar upphafið að miklu safnaðarstarfi í vetur. Þar að auki er fyrsta barnamessan um morguninn og fyrsti fundur í æskulýðsfélaginu um kvöldið. Það er mikilvægt að við hjálpumst að við að auglýsa starfið svo það verði kröftugt frá byrjun.