Sunnudagurinn 5. október verður með hefðbundnu sniði í Landakirkju.
Barnaguðsþjónustan er kl. 11:00 eins og vanalega með söng, sögu og leikriti. Gísli og Sr. Guðmundur sjá um stundina. Þennan morgun verður lítill drengur færður til skírnar og er það alltaf vinsælt hjá þeim yngri.
Guðsþjónustan er svo kl. 14:00. sr. Guðmundur Örn Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar og Kór Landakirkju sér um sálmasöng undir stjórn Kitty Kovács organista. Guðspjall er úr Lúkasarguðspjalli 7. kafla, vers 11-17. Um er að ræða kynni Jesú af Lasarusi.
Fundur er svo í Æskulýðsfélaginu og KFUMK&K í Landakirkju kl. 20:00. Yfirskrift fundarins er: Snake in my… Gísli verður þar við stjórnvölin ásamt leiðtogum.