Við í Landakirkju hefum leikinn á sunnudagaskólanum kl. 11 nk. sunnudag 19. október. Söngur, grín, leikrit fermingarbarna og saga eins og endranær. Gísli og sr. Guðmundur sjá um stundina.
Kl. 14 er messan á dagskrá. Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og Kitty Kováks leiðir Kór Landakirkju í sálmasöngnum. Guðspjall dagsins er kærleiksboðorð Jesú Krists. Fermingarbörn sjá um ritningalestra. Messunni er svo útvarpað kl. 16 á ÚV, Útvarpi Vestmanneyja hjá Bjarna Jónasar.
Kl. 20 er fundur hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K. Mun félagið hefja undirbúning sinn að alvöru fyrir Landsmót ÆSKÞ sem verður helgina 24.-26. október á Hvammstanga.