Sunnudagaskólinn er hvern sunnudag kl. 11 árdegis allan veturinn.

Sunnudagaskólinn í Landakirkju einkennist af brúðuleikriti fermingarbarna, biblíusögu, bænum og lifandi og skemmtilegum söng.

Prestarnir okkar hafa góða og gilda aðstoðarmenn í sunnudagaskólanum. Barnafræðarar og gítarleikarar í sunnudagaskólanum eru Gísli Stefánsson, Jarl Sigurgeirsson, Trausti Mar Sigurðarson, Matthías Harðars og Kitty Kovács.

Í lok vetrarstarfsins er Vorhátíð Landakirkju haldin sem er uppskeruhátíð barnastarfs og almenns kirkjustarfs í Landakirkju. Hún er haldin á tíma sunnudagaskólans.[/fusion_text]