Fréttir

Jólaball Kvenfélags Landakirkju á fimmtudag

Kvenfélag Landakirkju heldur árlegt jólaball sitt í safnaðarheimili Landakirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 17.00. Sunday School Party Band heldur uppi fjörinu og kvenfélagið bíður upp á heitt súkkulaði og með'í í hléi. Ef lukkan er svo með gestum mæta óvæntir gestir á svæðið með poka fulla af góðgæti. Að sjálfsögðu er frítt inn líkt og [...]

2019-12-27T11:15:07+00:00 27. desember 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólaball Kvenfélags Landakirkju á fimmtudag

Dagskrá Landakirkju yfir jól og áramót

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er hér að finna dagskrá Landakirkju yfir jól og áramót. Eins og vanalega er nóg af að taka í helgihaldinu þessi jólin. Á aðfangadag verður bænastund eins og vant er í kirkjugarðinum kl. 14.00 og messur kl. 18.00 og 23.30. Lúðrasveitin mætir svo of flytur jólalög í messunni [...]

2016-12-19T22:00:42+00:00 19. desember 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Landakirkju yfir jól og áramót

Jólatónleikar kirkjukórsins á miðvikudagskvöld

Árlegir jólatónleikar Kirkjukór Landakirkju verða nk. miðvikudagskvöld, 14. desember og hefjast kl. 20:00. Dagskráin verður sneisafull af hátíðlegum og hrífandi jólalögum líkt og undanfarin ár en kórinn hefur verið við stífar æfingar fyrir þetta tilefni frá því snemma í haust. Tónleikarnir eru tvískiptir rétt eins og undanfarin ár en dagskráin hefst í sal safnaðarheimilis Landakirkju og [...]

2016-12-13T15:45:34+00:00 13. desember 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólatónleikar kirkjukórsins á miðvikudagskvöld

Vaktsími presta kominn í lag

Í dag mánudaginn 12. desember kom upp bilun í símkerfi Landakirkju sem leiddi til þess að símasamband í öll símanúmer kirkjunnar lágu niðri. þar með talið í vaktsíma presta. Sambandi hefur hins vegar verið komið aftur á. Aðventan, eins og flestir gera sér grein fyrir, er annasamur tími hjá prestum og öðru starfsfólki kirkjunnar og því vont [...]

2016-12-12T20:53:57+00:00 12. desember 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vaktsími presta kominn í lag

Nýjung í Landakirkju. Yoga nidra – Ég er ljós heimsins

Þriðjudagskvöldið nk. 29. nóvember kl. 20:00 mun Landakirkja í samstarfi við Hafdísi Kristjánsdóttur jógakennara fara af stað með kyrrðarstund undir yfirskriftinni Yoga nidra - Ég er ljós heimsins. Tengdar verða saman æfingar og og vers 12 í 8. kafla Jóhannesarguðspjalls: „Jesús sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri [...]

2016-11-22T12:47:05+00:00 22. nóvember 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Nýjung í Landakirkju. Yoga nidra – Ég er ljós heimsins

Innsetningarmessa sr. Guðmundar og sr. Viðars á sunnudag

Sunnudaginn nk. þann 20. nóvember verða þeir sr. Guðmundur Örn Jónsson og sr. Viðar Stefánsson settir formlega í embætti sóknarprests og prests við Vestmannaeyjaprestakall. Prófastur Suðurprófstsdæmis Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir setur þá í embætti samkvæmt venju. Sóknarnefnd Landakirkju býður söfnuðinum til kaffisamsætis að lokinni athöfn.

2016-11-15T12:36:58+00:00 15. nóvember 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Innsetningarmessa sr. Guðmundar og sr. Viðars á sunnudag

Full kirkja í sunnudagskólanum og í Bowie messu

Sunday School Party Band lét sig ekki vanta í sunnudagaskólann sl. sunnudagsmorgun en sú sveit, sem í þetta skiptið var skipuð Birgi Nielsen, Kristni Jónssyni, Þóri Ólafssyni, Sæþóri Vídó, Jarli Sigurgeirssyni og Gísla Stefánssyni, flutti alla helstu sunnudagaskólaslagarana. Vel var mætt og mikil stemning, sérstaklega þegar talið var í Daníel og Rut þar sem karlpeningurinn [...]

2016-11-15T09:34:51+00:00 15. nóvember 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Full kirkja í sunnudagskólanum og í Bowie messu

Bowie messa sunnudaginn 13. nóvember

Næstkomandi sunnudagskvöld, 13. nóvember kl. 20.00 verður David Bowie messa í Landakirkju. Eins og í fyrri tónlistarmessum, sem unnar hafa verið í samstarfi við ÆsLand, Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum, verður þematónlist kvöldsins fléttað vandlega saman við lofgjörðina. íÍ þetta skiptið verður tekist á við tónlist David Bowie en Messuguttarnir og brassbandið [...]

2016-11-07T11:26:39+00:00 6. nóvember 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Bowie messa sunnudaginn 13. nóvember

Jól í skókassa vel heppnað

Jól í skókassa lauk í Vestmannaeyjum í dag þegar tæplega 200 skókassar sem Vestmannaeyingar höfðu föndrað voru fluttir niður á Flytjanda við Friðarhöfn, en þaðan berast þeir svo á skrifstofur KFUM og KFUK á Íslandi og þaðan til Úkraínu. Eins og fram hefur komið var tekið á móti kössunum í Landakirkju og lögðu fjölmargir, ungir sem [...]

2016-11-04T21:40:09+00:00 4. nóvember 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jól í skókassa vel heppnað

Krakkar í 4. EH tóku þátt í Jól í Skókassa

Glæsilegur hópur krakka úr 4. EH í Grunnskóla Vestmannaeyja komu hlaðin skókössum í Landakirkju í morgun. Tilefnið var verkefni KFUM og KFUK á Íslandi, Jól í skókassa en alls komu þau með 16 skókassa fulla af gjöfum sem fátæk og munaðarlaus börn í Úkraínu fá að njóta í tilefni jólanna. Tekið er á móti skókössum í [...]

2016-11-03T10:39:12+00:00 3. nóvember 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Krakkar í 4. EH tóku þátt í Jól í Skókassa

Allra heilagra messa á sunnudag

Allra heilagra messa fer fram í Landakirkju nk. sunnudag 5. nóvember kl. 14.00. Að því tilefni er þeirra minnst er látist hafa og er það gert með lofgjörð og söng. Sr. Guðmundur Örn messar og predikar og Kitty Kovács organisti Landakirkju leiðir Kórinn í sálmasöngnum.

2016-11-01T11:19:59+00:00 1. nóvember 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Allra heilagra messa á sunnudag

Jól í skókassa lýkur 4. nóvember

Verkefni KFUM og KFUK á Ísland, Jól í skókassa er farið af stað og er lokaskiladagur föstudagurinn 4. nóvember nk. Eins og áður er jólagjöfum í skókössum safnað saman og fer stærðar hópur sjálfboða á vegum félagsins til Úkraínu með afraksturinn og afhendir munaðarlausum og fátækum börnum þar í landi. Nálgast má skókassa í Axel [...]

2016-10-30T18:46:18+00:00 30. október 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jól í skókassa lýkur 4. nóvember

Hringt fyrir Aleppo

Eins og glöggir Eyjamenn og konur hafa tekið eftir hefur kirkjuklukkum Landakirkju verið hringt kl. 17:00 undanfarna daga og það í u.þ.b. 3 mínútur í senn. Er þetta gert í samræmi við beiðni Biskups Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur, til presta og sóknarnefnda þjóðkirkjunnar að minnast og biðja sérstaklega fyrir þolendum stríðsátaka í Aleppo í [...]

2016-10-26T09:12:27+00:00 26. október 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hringt fyrir Aleppo

Fyrsti sunnudagaskóli og messa haustsins – Fermingarbörn og foreldrar mæta í messu

Búast má við að margt verði um manninn í Landakirkju næsta sunnudag. Þjónusta dagsins hefst á fyrsta sunnudagaskóla haustsins. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti en Sr. Guðmundur Örn leiðir stundina ásamt Gísla Stefánssyni. Fyrsta haustmessam verður kl. 14:00 frá Landakirkju en messurnar hafa verið kl. 11:00 í sumar. Se. Guðmundur Örn predikar og Kitty Kovács [...]

2016-09-06T12:13:59+00:00 6. september 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrsti sunnudagaskóli og messa haustsins – Fermingarbörn og foreldrar mæta í messu

Sr. Kristján kveður á sunnudag

Sr. Kristján Björnsson sóknarprestur okkar Eyjamanna til margra ára syngur kveðjumessu sína nk. sunnudag, 4. september kl. 11:00 í Landakirkju. Kór Landakirkju syngur undir stjórn okkar færa organista Kitty Kovács. Sr. Kristján var skipaður sóknarprestur í Vestmannaeyjum þann 1. september árið 1998. Hann fór svo í leyfi frá Landakirkju 1. júlí 2016 til þess að [...]

2016-08-30T09:05:04+00:00 29. ágúst 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sr. Kristján kveður á sunnudag

Viðar Stefánsson ráðinn prestur

Viðar Stefánsson, 26 ára gamall guðfræðingur frá Gnúpverjahreppi í Árnessýslu, hefur verið ráðinn prestur við Landakirkju, Vestmannaeyjaprestakalli frá og með 1. september 2016. Þetta var niðurstaða valnefndar sem sat að störfum í gær og tók viðtöl við þá fjóra umsækendur sem sóttu um starfið. Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands staðfesti svo val nefndarinnar fyrr [...]

2016-08-25T15:52:01+00:00 25. ágúst 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Viðar Stefánsson ráðinn prestur

Val á nýjum presti framundan

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa fjórir sóst eftir embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli. Þeir eru: Anna Þóra Paulsdóttir, mag. theol. María Rut Baldursdóttir, mag. theol. Sr. Úrsula Árnadóttir. Viðar Stefánsson, mag. theol. Vinna kjörnefndar, sem velur nýjan prest, hefst nú í vikunni þar sem umsækendur munu mæta í viðtal. Nýr prestur er ráðinn [...]

2016-08-22T18:42:21+00:00 22. ágúst 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Val á nýjum presti framundan

Fermingardagar vorið 2017 klárir.

Nú er ljóst hvaða daga fermingamessur vorið 2017 verða í Landakirkju. Pálmasunnudagur 9.apríl kl. 11.00 Laugardaginn 22.apríl kl.11.00 Sunnudaginn 23.apríl kl. 11.00 Laugardaginn 29.apríl kl. 11.00 Sunnudaginn 30.apríl kl. 11.00 Skráning í fermingarfræðslu hefst þegar skólarnir byrja í haust.

2016-08-22T18:43:31+00:00 22. júlí 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingardagar vorið 2017 klárir.

Gírað sig upp í Frakka-leikinn með göngumessu

Göngumessa á goslokum hefst í Landakirkju kl. 11:00 á sunnudagsmorgun nk. Gengið verður að krossinum í Eldfelli og endað í Stafkirkjunni. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty og félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja spila. Sr. Guðmundur Örn flytur hugvekju og göngugarpar flytja bænir. Göngumessan er svo auðvitað frábær til að gíra sig upp fyrir stórleikinn í [...]

2016-06-28T23:34:49+00:00 28. júní 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Gírað sig upp í Frakka-leikinn með göngumessu

Síðast fermingarmessa vorsins fer fram á hvítasunnudag, 15. maí kl. 11.00. Fermd verða 14 börn og óskar starfsfólk og prestar Landakirkju þeim innilega til hamingju með áfangann, rétt eins og hinum börnunum sem fermd voru á misserinu.

2016-05-10T10:03:41+00:00 10. maí 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við
Go to Top