Fréttir

Sr. Þorvaldur Víðisson messar – svo kemur þjóðhátíð

Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari og fyrrum prestur og sóknarprestur Landakirkju, þjónar um næstu helgi og messar sunnudaginn 26. júlí kl. 11. Við messuna er skírn og ferming og allir eru hjartanlega velkomnir. Skírnarþeginn kemur frá Danmörku og fermingarbarnið frá Þýskalandi, bæði barnabörn Hugins Sveinbjörnssonar málara. Kirkjan okkar stendur greinilega vel undir nafni sem mótsstaður safnaðarins [...]

2015-07-21T13:54:09+00:00 21. júlí 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sr. Þorvaldur Víðisson messar – svo kemur þjóðhátíð

Sr. Kristján Björnsson í leyfi, bless-á-meðan messa 19. júlí

Sr. Kristján Björnsson hefur verið settur sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli fram á mitt næsta sumar. Síðasta guðsþjónusta hans í Landakirkju fyrir þessar breytingar verður núna sunnudaginn 19. júlí kl. 11. Það er því nokkurs konar bless-á-meðan-messa hans í Eyjum. Kristján og fjölskylda hans mun búa í Reykjavík fyrst um sinn og gegna þjónustunni þaðan og með [...]

2015-07-15T18:29:24+00:00 15. júlí 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sr. Kristján Björnsson í leyfi, bless-á-meðan messa 19. júlí

Sumarmessa og samfélag við Krist

Nú stefnir í tveggja stafa tölu og afar fáa metra á sekúndu og viðrar svo vel til kirkjugöngu að við getum talað um sumarmessu. Messa er samfélag við Krist og það er áréttað með altarisgöngunni. Söfnuður er líka best skilgreindur sem samfélag við Krist. Það er kirkja og við skulum minna okkur á það með [...]

2015-07-11T10:27:25+00:00 11. júlí 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sumarmessa og samfélag við Krist

Samkirkjuleg göngumessa á Goslokum

Í tilefni af árlegri Goslokahátíð verður líkt og undanfarin ár gengið frá Landakirkju að gíg Eldfells og þaðan að Stafkirkjunni. Um er að ræða samkirkjulega guðsþjónusta þar sem kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur. Sr. Kristján Björnsson prédikar við krossinn í gíg Eldfells. Í lok guðsþjónustu og göngu býður sóknarnefnd [...]

2015-06-29T17:26:23+00:00 29. júní 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Samkirkjuleg göngumessa á Goslokum

Kom hvítasunna í söng með sumardægrin björt og löng – og lúðrahljómi

Sumar, ljómi sólar og græni skrúði sumars er samstíga hvítasunnuhátíðinni í kirkjunni. Vegna þessa samhengis er fjölskylduguðsþjónusta í Landakirkju og allir geta komið til kirkju. Kvintett trompettspilara leikur Rondo og vekur söfnuðinn eftir ræðuna. Kór Landakirkju syngur og Kitty Kovács leikur á orgelið og stýrir söngnum á hátíðinni, en sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari [...]

2015-05-22T13:14:27+00:00 20. maí 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kom hvítasunna í söng með sumardægrin björt og löng – og lúðrahljómi

Batamessa með Vinum í Bata og allir batna

Batamessur hafa verið haldnar í nokkur ár í tengslum við afar gott starf Vina í bata og eru allir velkomnir. "Tólf spora andlegt ferðalag" heita námskeiðin en batamessa er samt sjálfstætt framhald af þeirri mynd sem þau gefa af vinnu með trúarþroska og dýpri skilning á inntaki kristinnar trúar. Nú er batamessa í Landakirkju sunnudaginn [...]

2015-05-12T21:30:40+00:00 12. maí 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Batamessa með Vinum í Bata og allir batna

Sönghópur eldri borgara og kirkjukaffi Kvenfélagsins

Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni og er guðsþjónusta kl. 14 með kirkjukaffi á eftir. Félag eldri borgara kemur með Söngsveitina sína undir stjórn Lalla og syngur alla söngva í guðsþjónustunni. Kvenfélag Landakirkju sýnir sama rausnarskapinn og áður og býður í kirkjukaffi eftir kirkjuna. Boðið verður uppá akstur frá Hraunbúðum til og frá Landakirkju. [...]

2015-05-12T20:52:56+00:00 12. maí 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sönghópur eldri borgara og kirkjukaffi Kvenfélagsins

Vorhátíð Landakirkju 2015

Næstkomandi sunnudag verður árleg Vorhátíð Landakirkju haldin hátíðleg. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 12:00 og munu prestar, starfsfólk og sóknarbörn sjá um fjörið. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács, og Gísli Stefáns og Jarl Sigurgeirs munu slá á létta strengi með krökkunum sem syngja sunnudagaskólalögin. Eftir messuna verður kirkjugestum svo boðið í grillaðar pylsur og svaladrykk en [...]

2015-04-21T14:42:22+00:00 21. apríl 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vorhátíð Landakirkju 2015

Einar og Guðný Charlotta leika á trompeta árla páskadags

Einar Jakobsson og Guðný Charlotta Harðardóttir leika á trompeta forspil á páskadagsmorgun og gefa þannig tóninn í hátíðarguðsþjónustunni sem hefst kl. 8. Leika þau Overture eftir Telemann úr Water Music Suite. Kór Landakirkju syngur síðan inn páskagleðina með gömlum og nýjum páskasálmum um undur páskanna undir stjórn Kitty Kovács. Þannig hljómar lofsöngslag undir nýju hvelfingu [...]

2015-04-01T13:07:14+00:00 1. apríl 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Einar og Guðný Charlotta leika á trompeta árla páskadags

Silja Elsabet syngur á föstudaginn langa

Silja Elsabet Brynjarsdóttir syngur einsöng í guðsþjónustunni föstudaginn langa við undirleik Kitty Kovács. Flytur hún aríu úr Matteusarpassíunni eftir J.S. Bach. Í guðsþjónustunni, sem hefst kl. 11 flytur Kór Landakirkju kórverk, m.a. Requium eftir Faure. Félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja lesa úr píslasögunni. Sr. Guðmundur Örn Jónsson þjónar fyrir altari og leiðir guðsþjónustuna.

2015-04-01T11:58:50+00:00 1. apríl 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Silja Elsabet syngur á föstudaginn langa

Kyrravika og páskahátíð – páskagleði

Við upphaf kyrruviku voru fyrstu fermingar í Landakirkju á pálmasunnudag og daginn áður. Til hamingju, kæru fermingarbörn. Nú er kyrravika, vikan fyrir páska. Á seinni hluta kyrruviku eru dymbildagarnir: Skírdagur, föstudagurinn langi og hinn helgi laugardagur. Fastan nær hámarki. Landakirkja fylgir þessum hrynjanda með kvöldmessu á skírdagskvöld kl. 20, 2. apríl. Þá er heilög kvöldmáltíð, [...]

2015-03-30T10:35:47+00:00 30. mars 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kyrravika og páskahátíð – páskagleði

Blues Brothers on Mission from God

Sunnudagskvöldið 8. mars kl. 20:00 fagnar Landakirkja Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar og mun því blása til tónlistarmessu í tilefni af því. Í þetta skiptið ætla Messuguttarnir, þeir Gísli Stefánsson, Birgir Nielsen, Kristinn Jónsson, Sæþór Vídó og Páll Viðar Kristinsson ásamt Pípulögnunum, þeim Matthíasi Harðarsyni, Guðlaugi Ólafssyni, Ólafi Ágústi Guðlaugssyni, Einari Hallgrími Jakobssyni og Jarli Sigurgeirssyni, að flytja [...]

2015-03-03T14:27:52+00:00 3. mars 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Blues Brothers on Mission from God

Föstumessa fyrsta mars og næstu dagar

Föstumessa verður haldin í Landakirkju sunnudaginn 1. mars kl. 14. Á föstunni er dýrðarsöngurinn ekki sunginn en allt vitnar samt um miskunn Guðs og mildi í söng og lestrum. Barnaguðsþjónustan er kl. 11 árdegis og þar er mikill söngur, leikrit og gleði. Fermingarbörnin aðstoða í báðum guðsþjónustum með lestrum og brúðuleikriti en framlag þeirra hefur [...]

2015-02-25T17:18:10+00:00 25. febrúar 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Föstumessa fyrsta mars og næstu dagar

Fyrsti í föstu á sunnudag og Æskulýðsfélagið í Vatnaskóg um helgina

Nk. sunnudag sem er hinn fyrsti í föstu verður með hefðbundu sniði í Landakirkju. Börnin fá sinn tíma kl. 11:00 eins og endranær, fermingabörn sjá um brúðuleikrit, Holy Moly verður á staðnum sem og að tónlistin verður í algleymingi. Messa er kl. 14:00 en Sr. Guðmundur Örn Jónsson þjónar fyrir altari og Kór Landakirkju sér [...]

2015-02-18T13:44:20+00:00 18. febrúar 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrsti í föstu á sunnudag og Æskulýðsfélagið í Vatnaskóg um helgina

Gídeón messa á sunnudag, Geir Jón predikar

Sunnudagurinn nk. í Landakirkju gefur fyrri sunnudögum ekkert eftir. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00 og æskulýðsfundurinn kl. 20:00 einnig. Hápunktur dagsins er þó messan en þar munu félagar í Gídeón vera mikið áberandi. Munu þeir lesa ritningarlestra ásamt því að Geir Jón Þórisson, formaður félagsins mun prédika í Jesú nafni. Sr. Guðmundur Örn [...]

2015-02-14T22:08:16+00:00 14. febrúar 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Gídeón messa á sunnudag, Geir Jón predikar

Þrjár guðsþjónustur í stjörnum prýddri Landakirkju

Biblíudaginn, 8. febrúar, verður barnaguðsþjónusta kl. 11 og guðsþjónusta kl. 14 með Kór Landakirkju og Kitty Kovács. Svo er kaþólsk messa kl. 16. Gaman væri að sjá ykkur koma og taka þátt en líka til að sjá stjörnurnar sem verða fleiri með hverjum virkum degi. Sr. Kristján Björnsson.

2015-02-07T17:58:00+00:00 7. febrúar 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Þrjár guðsþjónustur í stjörnum prýddri Landakirkju

Húsbóndinn, þjónarnir og talenturnar

Sunnudagurinn hefst sem fyrr á barnaguðsþjónustu kl. 11:00 með söng gleði, sögu og Holy Moly. Stundin er í höndum Gísli og sr. Guðmundar. Þema messunnar kl. 14:00 er svo sagan af húsbóndanum sem færði þjónum sínum talentur til ávöxtunar á meðan hann fór í ferðalag. Kitty Kovács leiðir Kór Landakirkju í sálmasöngnum og sr. Guðmundur [...]

2015-01-28T20:55:05+00:00 28. janúar 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Húsbóndinn, þjónarnir og talenturnar

Guðsþjónustur í kirkjunni og tilvalið að sjá hvernig verkinu miðar

Allt kapp er nú lagt á að gera Landakirkju messuhæfa fyrir helgi þótt málningarvinnunni sé ekki lokið. Útför verður gerð frá kirkjunni á laugardaginn og svo verða barnaguðsþjónusta kl. 11 og guðsþjónusta kl. 14 sunnudaginn 25. janúar. Eyjamenn eru hvattir til að sækja guðsþjónusturnar til að sjá hvernig verkinu miðar áfram en hafa ber í [...]

2015-01-24T21:32:24+00:00 22. janúar 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónustur í kirkjunni og tilvalið að sjá hvernig verkinu miðar

Frí í fermingarfræðslu þessa vikuna

Frí verður í fermingarfræðslu í dag og á morgun, 20.-21. janúar, vegna foreldradags í Grunnskólanum á miðvikudag. Í staðinn er leitað eftir tveimur sjálfboðaliðum úr hópi fermingarbarna í brúðuleikritið í sunnudagaskólanum 25. janúar. Vinsamlegast hafið samband við sr. Kristján Björnsson fyrir helgina, s. 856 1592.

2015-01-19T11:39:05+00:00 13. janúar 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Frí í fermingarfræðslu þessa vikuna

Fermingarmót Landakirkju 12. mars

Fimmtudaginn 12. mars nk. verður fermingarmót í Landakirkju. Hefst það kl. 9:00 að morgni og líkur með kvöldvöku sem foreldrum er boðið til kl. 17.30. Mótinu er svo slitið um klukkutíma síðar, 18.30. Tilgangur mótsins er að safna saman fermingarhópnum til þess að líta á nokkur að meginatriðum iðkunar kristinnar trúar í samblandi við aðra [...]

2015-03-11T15:36:32+00:00 12. janúar 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarmót Landakirkju 12. mars
Go to Top