Sr. Þorvaldur Víðisson messar – svo kemur þjóðhátíð
Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari og fyrrum prestur og sóknarprestur Landakirkju, þjónar um næstu helgi og messar sunnudaginn 26. júlí kl. 11. Við messuna er skírn og ferming og allir eru hjartanlega velkomnir. Skírnarþeginn kemur frá Danmörku og fermingarbarnið frá Þýskalandi, bæði barnabörn Hugins Sveinbjörnssonar málara. Kirkjan okkar stendur greinilega vel undir nafni sem mótsstaður safnaðarins [...]